Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 08:15

PGA: Stanley leiðir í East Lake e. 1. dag

Það er Kyle Stanley sem tekið hefir forystuna á Tour Championship, lokamóti PGA Tour, sem hófst í gær.

Hann lék á 6 undir pari 64 höggum; á hring þar sem hann fékk 7 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti eru 4 kylfingar, 2 höggum á eftir Stanley:  Webb Simpson, Daníel Berger, Brooks Koepka og Paul Casey.

Aðeins 30 keppendur eru í lokamótinu.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: