Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2020 | 10:20

PGA: Stanley leiðir á Púertó Ríco e. 1. dag

Það er bandaríski kylfingurinn Kyle Stanley sem leiðir eftir 1. dag Puerto Rico Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Stanley lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum.

Í 2. sæti eru síðan 6 kylfingar, jafnir:  Peter Uihlein, Josh Teater, Henrik Norlander, Emiliano Grillo, Chris Couch, og Rhein Gibson.

Til mikils er að vinna í mótinu, þó flestir hefðu eflaust kosið að taka þátt í heimsmótinu í Mexíkó; m.a. þátttökuréttur á TOC, í ársbyrjun 2021.

Sjá má stöðuna á Puerto Rico Open með því að SMELLA HÉR: