Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2015 | 23:00

PGA: Spieth sigraði á John Deere Classic

Jordan Spieth er algjörlega ÓTRÚLEGUR.

Hann sigraði nú í kvöld á John Deere Classic!!!

Spieth spilaði á samtals 20 undir pari, 264 höggum (71 64 61 68).

Það var þó einn sem spilaði lokahringinn betur en Spieth, John Gillis var á frábærum 64 höggum og komst upp að hlið Spieth – var líka á 20 undir pari og því þurfti að koma til bráðabana milli þeirra.

Aðeins þurfti að spila par-4 18. holuna á TPC Deere Run í Silvis Illinois 2 sinnum – Spieth fékk pör í bæði skiptin en Gillis átti ekki sjéns á pari á 2. holunni því sigraði Spieth.

Sjá má úrslitin á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR: 

Jordan Spieth