PGA: Spieth komst ekki gegnum niðurskurð á Byron Nelson
Jordan Spieth, 23 ára, komst ekki í gegnum niðurskurð í heimaríki sínu Texas á Byron Nelson mótinu, þrátt fyrir nýjan pútter og nýja golfskó.
Kannski var það einmitt þeirra vegna sem hann náði ekki í gegn?
Pútterinn sem Spieth hefir hingað til verið með er sá sem hann hefir verið með frá því hann var 15 ára þ.e. Titleist Scotty Cameron 009 Prototype, en hann er nýlega búinn að skipta yfir í Futura T5W Tour Only pútter.
Kylfingar skipta ógjarna um púttera – t.a.m. sagði Tiger í viðtali nú nýlega að það væru aðeins 2 kylfur sem börnin hans Sam og Charlie fengju ekki að snert en það eru báðir pútterarnir sem hann vann 14 risamót með!
Það að Spieth skiptir um pútter, sýnir e.t.v. ákveðna örvæntingu hjá honum, hann var ekki að pútta vel með gamla Scotty og nýi pútterinn er heldur ekki að gera sig!

Gamli pútter Jordan Spieth
Á Byron Nelson Championship lék nr. 6 á heimslistanum (Spieth) á samtals 3 yfir pari (68 75) og var 1 höggi frá því að komast í gegn, en niðurskurður miðaðist við samtals 2 yfir pari, eða betra.
Spieth þurfti svo sannarlega á því að halda að ná í gegnum niðurskurð, en hann hefir nú ekki komist í gegnum niðurskurð á 3 af síðustu 4 mótum sínum.
Og það sem er enn verra í 6 að síðustu 10 mótum hefir hann verið að spila yfir pari.
Nú þegar aðeins eru 4 vikur til Opna bandaríska þá mun Spieth einfaldlega ekki vera fær um að keppa við sleggjur eins og Dustin Johnson, ef hann heldur uppteknum hætti og pútterinn nýi fer ekki að hitna hjá honum!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
