PGA: Spieth enn efstur í hálfleik – Tiger á 70
Þegar Hero World Challenge mótið er hálfnað er Jordan Spieth enn efstur á samtals 11 undir pari og hefir hann 2 högga forystu á Henrik Stenson sem er í 2. sæti á samtals 9 undir pari.
Hins vegar á Spieth enn eftir að spila lokaholuna, þá sem lék Tiger Woods grátt en hann fékk skramba á hana – þannig að staðan gæti enn breyst.
Leik var frestað vegna myrkurs og lýkur Spieth því ekki við að spila holuna fyrr en seinna í dag.
Tiger lék betur föstudaginn en daginn þar áður, 7 högga sveifla milli hringja hjá honum og kannski að karlinn sé að hrökkva í gang!
Tiger lék sem sagt á 2 undir pari, 70 höggum – hrein unun að horfa á hann og hann var aftur farinn að sýna gamalkunna Tigertakta á köflum, fékk m.a. glæsiörn á par-5 13. brautina og allt annað að sjá stutta spilið hjá honum í dag en í gær.
Tiger vermir samt enn botnssætið af 18 keppendum, en nú munar aðeins 2 höggum á honum og þeim sem er í næstneðsta sæti, Billy Horschel, en ekki 5 höggum eins og í gær, þannig að kannski þetta sé allt að koma.
Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
