Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2015 | 12:00

PGA: Spieth efstur f. lokahring Tour Championship

Jordan Spieth er kominn í efsta sæti Tour Championship.

Hann er búinn að leika á samtals 8 undir pari, 202 höggum (68 66 69).

Í 2. sæti er Henrik Stenson, aðeins 1 höggi á eftir á 7 undir pari, 203 höggum (63 68 72).

Þrjú högg eru síðan milli Stenson og þeirra sem eru í 3. sæti þ.e. Rickie Fowler og Paul Casey, en þeir eru báðir á samtals 4 undir pari, hvor.

Líklegt er að einhver af ofangreindum 4 hampi  $10 milljóna bónusvinningnum í kvöld!

Til þess að fylgjast með stöðunni á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: