Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2016 | 09:30

PGA: Spieth efstur e. 3. dag í Hawaii – Myndskeið

Nr. 1 á heimslistanum, Jordan Spieth, jók enn forskot sitt á Hyundai Tournament of Champions (TOC) í Kapalua á Hawaii.

Hann á nú 5 högg á næsta mann, Brooks Koepka, er samtals búinn að spila á 24 undir pari (66 64 65).

Ég vildi að 3-járns höggið mitt færi innan 30 feta (10 metra) á 18. (holu) til að geta litið ofan í holuna,“ sagði Spieth. „Það var gott að ná þessu síðasta pútti ofan í og vera með þægilegt bil fyrir morgundaginn.“ (þ.e. lokahringinn sem spilaður verður í dag).

Það var ótrúlegt golf sem spilað var fyrir framan okkur ef litið er til að aðstæður voru erfiðari. Þetta er það lengsta sem ég hef verið undir pari (24) eftir 54 holur en ég ætla að halda áfram að fá fugla á morgun. Það eru enn 18 holur eftir,“ sagði Spieth m.a. eftir hringinn.

Hér má sjá myndskeið frá glæsihring Spieth, en þetta högg (næstum albatross) var valið högg 3. keppnisdags – Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 

Nr. 2 á heimslistanum Jason Day, átti hring upp á 69 á 3. hring og er sem stendur í 20. sæti.

Til þess að sjá stöðuna á TOC fyrir lokahringinn sem leikinn verður í kvöld SMELLIÐ HÉR: