Jordan Spieth PGA: Spieth efstur e. 2. dag Farmers
Það er Jordan Spieth sem leiðir í hálfleik á Farmers Insurance Open mótinu í La Jolla, Kaliforníu.
Hann er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (71 63) og átti glæsihring og lægsta skor í gær, 63 högg, á hring þar sem hann skilaði skollalausu skorkorti, með 9 fuglum og 9 pörum.
Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Spieth er forystumaður 1. dags; sigurvegari Opna breska 2009: Stewart Cink. Enn öðru höggi á eftir er Belginn Nicolas Colsaerts á samtls 8 undir pari og síðan deila Marc Leishman og Billy Horschel 5. sætinu á samtals 7 undir pari, hvor – 3 höggum á eftir Spieth.
Tiger Woods sem á titil að verja í mótinu deilir 50. sæti og er á samtals 1 undir pari, 143 höggum (72 71) heilum 9 höggum á eftir Spieth.
„Ég var hvergi banginn (við Woods)“ sagði Spieth m.a. eftir hringinn aðspurður um hvort honum stæði ekki ógn af Tiger.
Um Spieth hafði Tiger hins vegar þetta að segja: „Strákurinn hefir hæfileika. Hann slær langt og er einstakur púttari. Hann setti niður skipsfarm af púttum í dag frá 3-6 metra færi og þá á poa flötum, sem er ekkert auðvelt. Hann bara sullaði þeim niður. Og að var hraði í púttunum hans. Það er það sem maður verður að gera til að pútta á poa. Hann púttaði af miklu sjálfsöryggi.“
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
