Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 19:30

PGA: Spieth á 62 á 2. hring RBC Heritage!!!

Masters meistarinn bandaríski Jordan Spieth átti glæsihring í dag, 2. dag RBC Heritage mótsins á Hilton Head í Suður-Karólínu.

Hann lék golfvöll Harbour Town GL á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum!!!

Með þessum enn eina frábæra árangrinum, er Spieth komin meðal efstu manna, en ekki leit einu sinni út fyrir í gær að hann myndi ná í gegnum niðurskurð eftir hring upp á 3 yfir pari, 74 högg!!!  Sjá má viðtal sem tekið var við Spieth eftir hringinn með því að SMELLA HÉR: 

Ljóst er þó, jafnvel þó nokkrir eigi eftir að ljúka hringjum sínum að Spieth á ekki besta skor dagsins, það sem komið er, en landi hans Troy Merrit lék Harbour Town völlinn á stórglæsilegum 10 undir pari, 61 höggi!!!

Fylgjast má með stöðunni á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: