Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2016 | 07:00

PGA: Snedeker sigraði í Torrey Pines!

Það var Brandt Snedeker sem stóð uppi sem sigurvegari í Farmers Insurance Open mótinu, sem venju samkvæmt fór fram í Torrey Pines í La Jolla, Kaliforníu.

Snedeker lék á samtals 6 undir pari, 282 höggum (73 70 70 69) og kláraði á sunnudeginum í brjáluðu veðri eins og sjá má hér að neðan, hvassviðri og rigningu meðan að meirihluti kylfinga lauk leik á mánudeginum 1. febrúar 2016, þ.e. í gær.

Þótti með ólíkindum að Snedeker tækist að vera undir 70 í vonda veðrinu …. og síðan sigra í mótinu, þegar aðrir kláruðu í mun skaplegra veðri.

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins í Torrey Pines SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna í Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: