Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2015 | 04:30

PGA: Snedeker sigraði á Pebble Beach

Það var Brandt Snedeker, sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Pebble Beach National Pro-Am.

Snedeker lék á samtals 22 undir pari, 265 höggum (64 67 67 67).

Þetta var 7. sigur Snedeker á PGA Tour.

Í 2. sæti 3 höggum á eftir Snedeker kom Nick Watney á samtals 19 undir pari og í 3. sæti varð Charlie Beljan á samtals 18 undir pari.

Faðirinn nýbakaði Dustin Johnson, varð í 4. sæti eftir langt hlé frá keppnisgolfi, en því sæti deildi hann með þeim Jason Day og Pat Perez, en allir léku þeir samtals á 17 undir pari, 270 höggum, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Pebble Beach National Pro-Am SMELLIÐ HÉR: