Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 13:00

PGA: Snedeker með frábæran lokahring!

Lokahringnum á Farmers Insurance Open var frestað í gær og verður leikinn í kvöld vegna slæms veðurs.

Aðeins 1 kylfingur lék í gær undir pari, en það var Brandt Snedeker.

Hann átti frábæran hring upp á 69 högg, þar sem hann fékk 4 fugla og 1 skolla og er sem stendur í 2. sæti á eftir Jimmy Walker, sem enn á eftir að ljúka hring sínum.

Sjá má hápunkta 4. dags (sem ekki tókst að ljúka – en úrslitin liggja ekki ljós fyrir fyrr en í kvöld) með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: