Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2018 | 23:30

PGA: Snedeker efstur e. 2. dag

Brandt Snedeker er enn í forystu á Wyndham Championship eftir stórglæsilegan 1. hring þar sem hann braut 60, þ.e. spilaði á 59 höggum.

Snedeker er búinn að spila á 14 undir pari, 126 höggum (59 67) og leiðir enn þrátt fyrir 8 högga sveiflu.

DA Points hefir tekist að saxa all verulega á forskot Snedeker en aðeins munar 2 höggum á þeim núna eftir að Points átti frábæran annan hring upp á 64 högg í dag og er samtals á 12 undir pari, 128 höggum (64 64).

Í 3. sæti er CT Pan frá Tapei á 11 undir pari 129 höggum (65 64).

Sjá má stöðuna á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR:  (sett inn um leið og myndskeiðið er til)