Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2018 | 00:01

PGA: Snedeker efstur á Wyndham Championship á 59 höggum!!!

Brandt Snedeker er efstur á Wyndham Championship eftir 1. dag.

Hann kom í hús á draumaskori flestra kylfinga, 11 undir pari 59 glæsihöggum!!!

… og það í móti á PGA.

Hann er 10. kylfingurinn til að spila undir 60 á móti PGA Tour. Stórglæsilegur!!!

Öðru sætinu deila þeir John Oda og Ryan Moore, báðir á 7 undir pari, 63 höggum.

Spilað er á velli Sedgefield Country Club, í N-Karólínu, Bandaríkjunum.

Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalfréttaglugga: Billy Horschel fagnar 59-unni með Brandt Snedeker eftir að sá síðarnefndi setti niður lokapúttið.