Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2015 | 08:00

PGA: Smylie Kaufman sigraði á Shriners mótinu

Það var Smylie Kaufman, sem bar sigurorð af keppinautum sínum á Shriners Hospitals for Children Open, sem fram fór á TPC Summerlin í Las Vegas, Nevada.

Kaufman lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (67 72 68 61).

Það var einkum glæsilokahringurinn upp á 61 högg sem gulltryggði sigurinn.

Á hringnum fékk Smylie hvorki fleiri né færri en 8 fugla og 1 stórfínan örn.

Sjá má lokastöðuna á Shriners Hospitals for Children Open með því að SMELLA HÉR: