Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2020 | 23:00

PGA: Smith sigraði á Sony Open

Það var ástralski kylfingurinn Cameron Smith sem sigraði á Sony Open.

Hann sigraði í mótinu eftir bráðabana við bandaríska kylfinginn Brendan Steele, en báðir voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur.

Þeir höfðu báðir spilað á 11 undir pari, 269 höggum; Smith (70 65 66 68) og Steele (68 66 64 71).

Cameron Smith vann þegar á 1. holu bráðabanans með pari, en Steele tapaði á skollanum, sem hann fékk.

Sjá má lokastöðuna á Sony Open með því að SMELLA HÉR: