Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2017 | 23:00

PGA: Smith orðlaus e. sigur á Zurich Classic – Myndskeið

Það voru miklar tilfinningar á Zurich Classic, sem yfirþyrmdu annan sigurvegarann hinn unga ástralska nýliða, Cameron Smith.

Í viðtali eftir sigurinn lét hann hinn reyndari Jonas Blixt um að hafa orð fyrir þeim tveimur.

Jafnvel þó spurningum væri beint að Smith …. var hann orðlaus.

Smith virtist einfaldlega ekki vera að ná því að hann væri 1 milljón bandaríkjadala ríkari og ætti nú tækifæri á að spila á PGA.

Sjá má fyndið myndskeið af viðtali við sigurvegara Zurich Classic þar sem Smith er orðlaus í orðsins fyllstu með því að

SMELLA HÉR: