Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2016 | 19:30

PGA: Skemmtisögur af árinu 2016 (1/2)

Jason Day lýkur árinu sem nr. 1 á heimslistanum, sem er er enn einn vísirinn um hversu mikið og hversu lengi Tiger Woods réði lögum og lofum í golfinu.

Þetta er nefnilega 8. árið í röð sem annar kylfingur er nr. 1 við lok árs en var nr. 1 í upphafi árs – á gullaldarárum Tiger var hann upphaf og endir alls.

Árið 2009 var Tiger enn nr. 1 í lok árs, Lee Westwood var það 2010; Luke Donald 2011; Rory McIlroy árið 2012, Tiger 2013, Rory 2014 og Jordan Spieth í fyrra 2015.

Allt fra 1998 var Tiger nr. 1 í lok árs í 11 af 12 næstu árum.

Tiger er nú nr. 652, vegna þess að hann hafði ekkert keppt í 15 mánuði þegar hann loks lék í Hero World Challenge nú í desember. Hvað gerist á næsta ári?

Hann verður að spila“ segir Jack Nicklaus. „Ef hann spilar, þá finnur hann það fljótt hvort hann getur komið aftur eða ekki.“

En jafnvel þó Tiger væri ekki þá var samt nóg af aksjón án hans og endalausar uppsprettur skemmtilegaheita innan og utan vallar.

Hér mætti nefna nokkurra skemmtisagna sem bera heitið Tales from the Tour“ frá árinu 2016.

Meðan á AT&T Pebble Beach Pro-Am stóð þá var ástralskur fréttamaður í Spyglass Hill að fylgjast með Jordan Spieth og Dustin Johnson, og áhugamönnunum sem þeir spiluðu við, kántrísöngvaranum Jake Owen og hokkígoðsögninni Wayne Gretzky. Við lok hringsins gat fréttamaðurinn ekki fengið golfbíl tilbaka í aðalfréttabækistöðina á Pebble Beach. Gretzky kom auga á hann og bauð honum far.
Gretzky brosti þegar hann rifjaði upp samræðurnar.

Ástralinn sagði: „Mate (ekta ástralska – útleggst Vinur), ég hef aldrei séð hokkíleik, en ég treysti því að þú sért betri í hokkí en golfi? spurði ástralski fréttamaðurinn.

„Nú“ sagði Gretzky „Ég hef staðið mig nógu vel þannig að þeir buðu mér í mótið.“

Ó, það er frábært, gott fyrir þig,“ sagði ástralski blaðamaðurinn, algerlega blindur á íþróttagrein Gretzky, feril hans og að viðurnefni hans er „Hinn Stórkoslegi,“ (ens.: The Great One).

**********

Ekkert buggar PGA tour kaddýa meira á Sony Open en stórt skilti fyrir framan klúbbhúsdyrnar á Waialae Country Club á Hawaii.

Það stendur feitletrað með upphafsstöfum að kaddýum sé ekki heimilt að koma í klúbbhúsið við önnur tækifæri en meðan mótið stendur.  Klúbburinn gat ekki annað en sveigt reglurnar nú á þessu ári.

Fabian Gomez frá Argentínu sigraði á  Sony Open í bráðabana við Brandt Snedeker.  Það er hefð á Sony Open að sigurvegarinn tali til klúbbfélaga í matsal klúbbsins. Gomez er ekkert góður í ensku þannig að hann bað landa sinn Jose Luis Campra, að hjálpa sér við ræðuna

Campra er fyrrum kaddý fyrir Emiliano Grillo.

************

Patrick Reed er ekki hræddur við að skammast í neinum og það sama á við um Phil Mickelson.

Þeir voru paraðir saman á AT&T Pebble Beach Pro-Am, og í bið á par-3 14. holunni á Monterey Peninsula, tók Reed eftir úrinu á úlnlið Mickelson.

Er ekki kominn tími að fá sér flottara úr?“ spurði Reed.

Lefty horfði á Rolex úr Reed  og svaraði: „Þú hefur rétt fyrir þér. Úrið mitt er klassík. Það er 10 ára. Sjáðu, ungt fólk sikilur ekki að það er ekki alltaf samasemmerki milli nýs og betra. Stundum er stíll í klassík og elegant útliti.“

Reed beið eftir að Mickelson lyki og svaraði síðan: „Takk afi.“

Og eins og alltaf átti Mickelson svar. Hann brosti til Reed og sagði; „Já, nú jæja, afi var 20 yördum lengri en þú á síðustu 2 holunum!“