Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 13:00

PGA: Sjáið Justin Rose nota dræver út á braut

Justin Rose tekur þátt í Zurich Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Í dag ákvað hann að nota dræver út á miðri braut en slíkt heitir á ensku: „to hit a driver off the deck.“  Svona til skýringar fyrir þá sem eru að byrja í golfi eða þekkja ekki vel til golfíþróttarinnar, þá er dræver kylfa, sem kylfingar nota venjulega bara af teig, til þess að slá upphafshöggið/teighöggið með, en dræverinn er venjulega ekki notaður úti á braut.

Rose virtist sjálfsöruggur, en eftir að boltinn hafði verið sleginn var erfitt að horfa á áframhaldið, hann sópaði bara brautina og fór síðan í trén.

Sá sem lýsti mótinu sagði að þetta væri sennilega með því versta, sem hægt væri að sjá heimsklassakylfing gera.

Justin Thomas reyndi það sama fyrr á árinu … og mistókst herfilega og sumir fréttamenn erlendis velta því fyrir sér hvort þetta sé svona „Justin-thing“ þ.e. að nota drævera úti á braut. Svo er þó ekki því a.m.k. er til eitt myndskeið af konunginum sjálfum Arnold Palmer að nota dræver út á braut með góðum árangri!

Við ákveðnar aðstæður er hægt að slá bolta upp úr glompum með dræver, en að öðru leyti ætti að reyna eftir mætti að nota réttu verkfærin við viðeigandi aðstæður… sérstaklega þegar um heimsklassakylfinga er að ræða.

Til þess að sjá myndskeið af því þegar Rose notaði dræver út á braut á Zurich Classic auk myndskeiðs af Justin Thomas sem reyndar sló í áhorfanda en bætti síðan snilldarlega fyrir drævermistökin og síðan snákahögg Arnie  SMELLIÐ HÉR: