Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2016 | 11:00

PGA: Sjáið glæsiörn Spieth á 2. hring TOC – Myndskeið

Jordan Spieth er eins og áður hefir komið fram í morgun í efsta sæti á Hyundai Tournament of Champions á Kapalua í Hawaii.

Þökk sé frábæru skori samtals 16 undir pari, 130 höggum (66 64).

Sérlega var hringurinn í gær glæsilegur upp á 9 undir pari, 64 högg, en Platation golfvöllurinn er eins og allir vita par-73.

Á hringnum fékk Spieth samtals 1 örn og 7 fugla! Hann var með pör á fyrstu 4 holunum og spilaði síðan holu nr. 5-9 á 5 undir pari, þökk sé 3 fuglum og frábærum erni á par-5 9. holunni. Síðan fékk Spieth 3 fugla í röð á holum nr. 13-15 og lauk hringnum glæsilega með fugli á 18. holu Sjá má glæsiörn Spieth sem hann setti í með vippi af flatarkanti með því að SMELLA HÉR: 

Spieth hefir ekki fengið skolla í 66 samfelldum hringjum á Plantation velinum, þann síðasta fékk hann á 3. hring árið 2014.