Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 12:00

PGA: Sjáið flottan örn Chappell á 2. hring Deutsche Bank! – Myndskeið

Kevin Chappell átti frábæran örn á 2. hring Deutsche Bank Championship í gær, 3. september 2016

Örninn kom á par-5 7. braut TPC Boston.

Þessi örn átti sinn þátt í að fleyta Chappell í 1. sætið í hálfleik, en hann lék 2. hring á frábærum 64 höggum.

Á hringnum fékk Chappell 1 örn, 6 fugla og 1 skolla og lék alls á 7 undir pari, 64 höggum.

Sjá má örn Chappell með því að SMELLA HÉR: