Morgan Hoffmann
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 09:15

PGA: Sjáið flottan albatross Hoffmann á 1. hring Safeway Open!

Í gær var spilaður fyrsti hringur á fyrsta móti keppnistímabilsins á PGA Tour, 2016-2017, Safeway Open.

Morgan Hoffmann var svo heppinn að fá stórglæsilegan albatross á par-5 18. holuna á golfvelli Silverado Resort & Spa.

Hoffmann sló af 251 yarda (230 metra) færi og fór boltinn beint ofan í holu.

Hoffmann kláraði hringinn á 2 undir pari, 70 höggum og er sem stendur T-43.

Til þess að sjá flottan albatross Morgan Hoffman SMELLIÐ HÉR: