Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2017 | 10:00

PGA: Sjáið ás Vegas á Honda Classic

Jhonattan Vegas frá Venezuela datt aldeilis í lukkupottinn á Honda Classic.

Hann fór holu í höggi á par-3 15. holu, sem er 179 yarda eða u.þ.b. 164 metra…

… og það eftir að hann var nýbúinn að fá skolla.

Aldeilis frábært að taka högg aftur með stæl!!!

Sjá má ás Vegas með því að SMELLA HÉR: 

Vegas lauk keppni T-4 (67 73 69 64 ) þ.e. deildi 4. sætinu ásamt 5 öðrum þ.á.m Martin Kaymer frá Þýsklandi, en allir léku þeir á samtals 7 undir pari. Sigurskor Rickie Fowler var 12 undir pari.  Vegas átti besta skorið á lokahringnum frábær 64 högg; fékk ásinn, 5 fugla og 1 skolla.