Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2011 | 09:15

PGA: Simpson og Miller í forystu á Sea Island

Í gær hófst McGladrey Classic mótið á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgia. Það eru þeir Webb Simpson og Zack Miller sem leiða eftir 1. dag. Báðir komu inn á glæsilegum -7 undir pari, þ.e. 63 höggum, en Seaside er par-70 golfvöllur.

Webb Simpson var með 8 fugla, en fékk því miður skolla á par-4, 18. brautinni. Zack Miller hins vegar spilaði skollafrítt, var með 5 fugla og fékk glæsilegan örn á par-5 15. brautinni.

Þrír deila 3. sætinu – Scott McCarron, sem er einna frægastur fyrir að hafa deilt á Phil Mickelson í fyrra fyrir að hafa notað Ping kylfur og þar með sneitt fram hjá nýju gróparreglunum og 2 aðrir Bandaríkjamenn, Billy Horschel og Martin Piller (en eiginkona hans, Gerina leikur sem kunnugt er á LPGA).

Til þess að sjá hápunkta gærdagsins á 1. deginum á Sea Island, smellið hér: MC GLADREY CLASSIC 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag McGladrey Classic smellið HÉR: