Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2017 | 23:59

PGA: Si Woo Kim yngsti sigurvegari Players – Hápunktar 4. dags

Það var hinn ungi Si Woo Kim frá S-Kóreu sem stóð uppi sem sigurvegari á The Players.

Kim er fæddur 28. júní 1995 og því aðeins 21 árs og yngsti sigurvegari The Players frá upphafi.

Sigurskor hans var 10 undir pari, 278 högg (69 72 68 69) – hann spilaði stöðugt golf og eins og sjá má var hann með 3 hringi undir 70.

Í 2. sæti urðu Ian Poulter og Louis Oosthuizen, báðir á samtals 7 undir pari, 281 höggum, hvor; Poulter (72 67 71 71) og Oosthuizen (69 66 73 73).

Til þess að sjá lokastöðuna á The Players SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á The Players SMELLIÐ HÉR: