Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2023 | 17:00

PGA: Si Woo Kim sigraði á Sony Open

Það var Si Woo Kim frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á 2. móti ársins á PGA Tour; Sony Open.

Sigurskor Kim var 18 undir pari, 262 högg (67 67 64 64).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Si Woo Kim með því að SMELLA HÉR: 

Si Woo Kim er fæddur 28. júní 1995 og því 27 ára. Þetta er 4. PGA Tour sigur hans.

Bandaríkjamaðurinn Hayden Buckley varð í 2. sæti, 1 höggi á eftir KIm þ.e. á samtals 17 undir pari, 263 höggum (67 64 64 68).  Bandaríski kylfingurinn Chris Kirk varð síðan í 3. sæti á samtals 15 undir pari.

Margt skringilegt gerðist á Sony mótinu í ár,  m.a. náði Jordan Spieth, sem var í forystu eftir 1. dag á 64 högga glæsiskori ekki niðurskurði, þegar hann fylgdi því eftir, með bombu upp á 75 högg – þ.e. 11 högga sveiflu milli daga!!!

Sjá má lokastöðuna á Sony Open með því að SMELLA HÉR: