Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2014 | 02:00

PGA: Seung-yul Noh sigraði á Zurich Classic – Hápunktar 4. dags

Það er  Seung-Yul Noh frá Suður-Kóreu, sem er sigurvegari Zurich Classic á TPC Louisiana, í Avondale.

Noh lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (65 68 65 71). Þetta er 1. sigur hins 22 ára Noh á PGA mótaröðinni

Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Noh urðu  Robert Streb og Andrew Svoboda, sem báðir léku á samtals 17 undir pari.

Hæst „rankaði“ maður mótsins, Justin Rose, vann sig upp í 8. sæti (sem hann deildi ásamt Keegan Bradley og „tveggja hanska Gainey“ ) eftir að hafa verið í 20. sæti eftir 3. hring. Rose var á samtals 13 undir pari og minnkaði muninn milli sín og sigurvegarans í 6 högg í lokin.

Til þess að sjá lokastöðuna á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahring Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: