Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2014 | 06:30

PGA: Seung-Yul Noh efstur fyrir lokahring Zurich Classic

Það er  Seung-Yul Noh frá Suður-Kóreu, sem er efstur eftir 54 leiknar holur á Zurich Classic á TPC Louisiana, í Avondale.

Noh er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (65 68 65).

Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Noh er Keegan Bradley, sem búinn er að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (69 66 65).

Robert Streb er síðan í 3. sæti á 15 undir pari og 3 deila 4. sætinu á samtals 14 undir pari hver: Ben Martin (sem leiddi 2 fyrstu dagana); Andrew Svoboda og Jeff Overton.

Hæst „rankaði“ maður mótsins, Justin Rose, er í 20. sæti ásamt 7 öðrum kylfingum á samtasl 9 undir pari, 9 höggum á eftir Noh.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: