Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2014 | 15:30

PGA: Sergio efstur í hálfleik á Shell Houston Open – Hápunktar 2. hrings

Það er spænski kylfingurinn, Sergio Garcia  sem leiðir eftir 2. hring Shell Houston Open.

Garcia lék á samtals 12 undir pari 132 höggum (67 65) og í 2. sæti er Matt Kuchar, einu höggi á eftir þ.e. á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67).

Fjórir deila 3. sætinu: Matt Jones, Cameron Tringale, Shawn Stefani og Jimmy Walker   á samtals 8 undir pari, hver. Steve Stricker og Ben Curtis deila síðan 7. sætinu á samtals 7 undir pari, hvor.

Fjórir deildu síðan 9. sætinu þ.ám. Phil Mickelson allir á samtals 6 undir pari, 138 höggum (68 70), 6 höggum á eftir Garcia.

Þriðji hringur Shell Houston Open er þegar hafinn og má fylgjast með skortöflu þar með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta frá 2. degi Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: