Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2014 | 06:00

PGA: Scott Stallings sigraði á Farmers Insurance Open

Það var Bandaríkjamaðurinn Scott Stallings, sem sigraði í Farmers Insurance Open.

Stallings lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (72 67 72 68). Fyrir sigurinn hlaut Stallings $ 1.098.000,- og fagnaði hann að lokum vel ásamt konu sinni Jennifer og litla syni sínum Finn.

Scott Stallings kyssir eiginkonu sína Jennifer og Finn fylgist ánægður með gangi mála

Scott Stallings kyssir eiginkonu sína Jennifer og Finn fylgist ánægður með gangi mála

Hvorki fleiri né færri en 5 kylfingar deildu 2. sætinu aðeins 1 höggi á eftir Stallings en það voru þeir: KJ Choi, Pat Perez, Graeme DeLaet, Jason Day og Marc Leishman.

Til þess að sjá lokastöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: