Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 13:00

PGA: Scott Piercy leiðir eftir 1. dag RBC Canadian Open – Hápunktar og högg 1. dags

Það er Bandaríkjamaðurinn  Scott Piercy sem leiðir eftir 1. dag RBC Canadian Open, sem hófst í Hamilton G&CC í Ancaster, Ontario í gær.  Hann skilaði glæsiskori, 8 undir pari, 62 höggum. Skorkortið var skrautlegt þar gaf m.a. að finna 1 skolla á 14. braut Hamilton golfvallarins, en líka 5 fugla og 2 erni.

Með þessu jafnaði Piercy vallarmet sem Warren Sye setti á 3. hring Ontario Amateur 1991.

„Í allri hreinskilni fannst mér ég ekki hafa nógu góða tilfinningu fyrir golfvellinum þegar ég tíaði upp á 1. holu í dag,“ sagði Piercy. „Ég flaug inn seint á þriðjudag, spilaði í pro-am mótinu, og flugþreyta háði mér, þannig að ég bara sullaðist í gegn í gær.“

Þetta er ekki besta skor Piercy á ferlinum því hann á hring upp á 61 högg á 3. hring Reno-Tahoe Open 2011!

William McGirt og Greg Owen deila 2. sæti á 63 höggum. Í 4. sæti er Robert Garrigus á 6 undir pari, 64 höggum. Sjö kylfingar deilar síðan 5. sætinu á 5 undir pari 65 höggum, þ.á.m. Jhonattan Vegas frá Venezuela og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku.

Ernie Els, sigurvegari Opna breska lék á 72 höggum og er  í 115. sæti sem stendur 2 höggum frá að komast í gegnum niðurskurð eins og niðurskurðarlínan er núna.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. daga á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: