Scheffler hafði tækifæri á að jafna við Jim Furyk, sem er sá eini sem hefir átt skor upp á 58 í móti PGA Tour.
Hins vegar náði Scheffler hvorki fugli á 17. né erni á 18. sem hefði þurft til þess að ná því skori.
„Maður fær ekki mörg tækifæri til þess að vera á 59, þannig að ná að ljúka þessu á þessu skori er virkilega svalt og ég var svo sannarlega stressaður, mjög stressaður í báðum þessum höggum … (Taugarnar og hugsanirnar um 59) voru í hausnum á mér…“ sagði Scottie Scheffler að loknum hringnum glæsilega.
Scheffler er aðeins 2. kylfingurinn til þess að ná 59-högga hring sínum í FedExCup umspilinu, en hinn er Jim Furyk, sem er einnig eini kylfingurinn til þess að ná tvívegis skori undir 60; þ.e. Furyk var á 59 á BMW Championship 2013 og var síðan á 58 höggum á Travelers Championship 2016.