Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2019 | 23:00

PGA: Schauffele sigurvegari TOC

Það var bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele sem stóð uppi sem sigurvegari á 1. móti ársins 2019 á PGA Tour, Tournament of Champions (TOC).

Sjá má kynningu Golf 1 á Schauffele með því að SMELLA HÉR: 

TOC fór að venju fram á Kapalua, Hawaii og aðeins sigurvegarar ársins 2018 á PGA Tour áttu þátttökurétt. Mótið var haldið 3.-6. janúar 2019 og lauk því í dag.

Schauffele lék á samtals 23 undir pari og má segja að glæsilokahringur hans upp á 11 undir pari, 62 högg hafi tryggt honum sigurinn, en með þessu skori jafnaði hann vallarmetið á Plantation vellinum á Kapalua.

Í 2. sæti varð Gary Woodland aðeins 1 höggi á eftir Schauffele á samtals 22 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á TOC 2019 með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 4. hrings TOC með því að SMELLA HÉR: