Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2020 | 23:59

PGA: Schauffele efstur f. lokahring Charles Schwab Challenge

Það er bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele sem er efstur fyrir lokahring Charles Schwab Challenge.

Schauffele hefir spilað á samtals 13 undir pari, 197 höggum (65 66 66).

Í 2. sæti, fast á hæla Schauffele, eru 5 kylfingar, sem allir hafa spilað á samtals 12 undir pari, 198 höggum.

Þetta eru þeir: Gary Woodland, Justin Thomas, Jordan Spieth og Collin Morikawa frá Bandaríkjunum og Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace.

Spennandi að sjá hvort og þá hver þeirra stendur uppi sem sigurvegari sunnudagskvöldið!

Sjá má stöðuna á Charles Schwab Challenge með því að SMELLA HÉR: