Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2023 | 23:24

PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni

Það var Sam Burns sem stóð uppi sem sigurvegari í heimsmeistaramótinu í holukeppni (ens.World Golf Championships-Dell Technologies Match Play).

Burns hafði áður sigrað Scotty Scheffler í undanúrslitum og Cam Young hafði betur gegn sjálfum Rory McIlroy.

Það voru því Sam Burns og Cam Young sem spiluðu til úrslita í heimsmeistaramótinu í holukeppni og þar vann Burns 6&5.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Sam Burns með því að  SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á heimsmeistaramótinu í holukeppni með því að SMELLA HÉR: