PGA: Saga Mike Reasor sem lék síðustu 2 hringi á PGA Tour móti á 124-113 f. 43 árum!!!
Saga atvinnukylfingsins Mike Reasor er nokkuð sérstök.
Hann á einhverja hæstu tvo hringi sem leiknir hafa verið af atvinnukylfingi á PGA Tour og þessir tveir hringir voru leiknir í þessari viku fyrir nákvæmlega 43 árum.
Reasor komst í gegnum niðurskurð á Tallahassee Open, sem þá var mót á PGA Tour 1974 og var á 1 undir pari, 71 höggi á 2. hring.
Hins vegar lék hann 3. hring á 124 höggum og lokahring mótsins á 113 höggum og það sem er undarlegt er að e.t.v. eru þetta einhver mestu afrek hans á golfsviðinu.
Reasor lék á PGA Tour á árunum 1969-1978. Hann sigraði aldrei í móti en átti 10 topp-10 árangra, besti árangur hans var að hann lenti tvívegis í 5. sæti. Af 241 móti sem hann spilaði á, á PGA Tour náði hann niðurskurði 102 sinnum og á öllum golfferli hans vann hann sér inn $95,568.
Já, aðstæður atvinnukylfinga og efnahagur var allt annar þá en hann er í dag.
Til þess að geta spilað í næsta móti á PGA mótaröðinni varð kylfingur, sem ekki var búinn að ávinna sér keppnisrétt að komast í gegnum niðurskurð (- aðeins efstu 60 að loknu keppnistímabili höfðu fastan keppnisrétt). Reasor varð að ljúka mótinu til að öðlast keppnisrétt í næsta móti og engar undantekningar gerðar frá því. Efstu 25 í móti áunnu sér rétt til að spila í því móti á næsta ári – þannig að það skipti máli að vera meðal efstu 25 en miklu meira að ná niðurskurði og klára mót og helst auðvitað að ávinna sér eins mikið vinningsfé og hægt var til að vera meðal efstu 60 í lok keppistímabilsins. En Reasor var ekki meðal þeirra efstu 60.
Eftir 2. hring sinn á Tallahassee Open 1974, upp á 1 undir pari, 71 högg, hitti Reasor vin sinn og fór á hestbak með honum.
Hestur Reasor „Bandy,“ fældist og stökk af stað með Reasor í hnakknum. Bandy rann síðan þar að auki til í blautum furunálum og Reasor flaug af baki – fór úr axlarlið á vinstri öxl, tognaði á liðböndum í vinstra hné auk þess sem 2 rifbein brákuðust – en….
….. Reasor varð að klára mótið til að geta spilað í því næsta – þetta væri næstum óhugsandi í dag, því meiðsl sem þessi myndu valda því að kylfingi í dag yrði sjálfkrafa vísað úr móti.
En ekki árið 1974.
Harðjaxlinn Reasor ákvað að spila og harka af sér.
Hann notaði 5-járn mestallan tímann síðustu 36 holurnar – þetta var kylfa, sem hann gat slegið 100 metra með með einni hendi – Reasor bara batt vinstri hendina við vinstri hlið líkama síns og notaði bara hægri handlegginn til að sveifla. Þegar hann nálgaðist flöt notaði hann fleygjárn og pútter.
„A.m.k. fór skorið aðeins í 10 á einni holu,“ djókaði Reasor í viðtali við blaðamann Florida Times-Union, Garry Smits, árið 2002.
Eftir að fréttist undir hvaða aðstæðum Reasor væri að spila síðustu tvo hringina voru fleiri áhorfendur sem fylgdu honum og ráshópi hans, en forystumönnum mótsins.
Eftir mótið var svo dregið af Reasor að hann dró sig úr Byron Nelson mótinu sem fram fór 4 dögum síðar.
En eftir að hann hafði jafnað sig, tveimur mánuðum síðar, náði hann besta árangri sínum í risamóti á Winged Foot, í Wisconsin, á Opna bandaríska þar sem hann varð T-15 … móti sem nefnt hefir verið „The Massacre at Winged Foot.” (Slátrunin við Winged Foot).
Árið 2002 var árið sem Reasor dó, langt um aldur fram – aðeins 60 ára – og skyldi eftir sig eiginkonu sína til 35 ára, Caron og tvö ættleidd börn sín.
Lesa má ítarlega og skemmtilega grein T.J. Auclair, um Mike Reasor á PGA vefsíðunni með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
