Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2022 | 13:00

PGA: Ryan Palmer leiðir í hálfleik á Valero Texas Open

„Heimamaðurinn“ Ryan Palmer leiðir á Valero Texas Open í hálfleik, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour.

Palmer er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (68 66).

Palmer er 19. september 1976 í Amarillo, Texas og því 45 ára. Hann býr í Colleyville, Texas og öllum hnútum kunnur á Oaks vellinum á TPC San Antonio, þar sem mótið fer fram.

Palmer á 2 högg á þá sem næstir koma en það eru Kevin Chappell, Dylan Fritelli og Matt Kuchar.

Skotinn Russell Knox, sem leiddi eftir 1. dag rann niður skortöfluna eftir slælegan 76-hring og er nú T-27.

Sjá má stöðuna að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: