Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 09:08

PGA: Ryan Moore sigraði á CIMB Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Ryan Moore, sem sigraði á CIMB Classic.

Hann lék samtals á 17 undir pari, 271 höggi (68 69 67 67) og átti 3 högg á 3 næstu samkeppnisaðila sína þá Kevin Na, Gary Woodland og Sergio Garcia, sem deildu 2. sæti, en allir léku þeir á samtals 14 undir pari.

Sang Moon-Bae frá Suður-Kóreu varð síðan í 5. sæti ásamt ástralska kylfingnum Cameron Smith, en báðir léku þeir á samtals 12 undi pari, hvor.

Landi Smith, John Senden varð síðan einn í 7. sæti á samtals 11 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR: