Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 11:11

PGA: Gary Woodland og Ryan Moore í bráðabana á mánudaginn í Malasíu

Það voru bandarísku kylfingarnir Ryan Moore og Gary Woodland, sem urðu í efsta særi á CIMB Classic mótinu í Malasíu.

Mjög erfiðar aðstæður hafa verið til keppni og varð m.a. að fresta mótinu vegna úrhellisrigningar og þrumuveðurs.

Ákveðið var að bráðabani milli þeirra Moore og Woodland fari fram á morgun.

Báðir voru þeir Moore og Woodland á samtals 14 undir pari, 274 höggum eftir hefðbundnar 72 holur; Moore (63 72 69 70) og Woodland (68 70 67 69).

Annarhvor þeirra stendur því uppi sem sigurvegari á morgun, spurning: Hver?

Til þess að sjá lokastöðuna á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR: