Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2017 | 07:00

PGA: Russell Henley sigraði á Shell Houston Open – Hápunktar lokahringsins

Það var bandaríski kylfingurinn Russell Henley sem stóð uppi sem sigurvegari á Shell Houston Open.

Henley lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (67 67 69 65) – Henley hélt haus lokahringinn og lék á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum.

Þetta er 2. sigur Henley á PGA Tour, en lítið hefir borið á honum að undanförnu og gaman að sjá hann í sigursæti aftur!

Í 2. sæti varð Sung Kang (65 63 71 72 ) á samtals 17 undir pari – en hann vakti svo sannarlega athygli á sér í þessu og móti og þeir Luke List (68 71 65 68 ) og Rickie Fowler  (64 71 67 70) deildu 3. sætinu á samtals 16 undir pari, hvor.

Til þess að hápunkta lokahrings á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: