PGA: Rory tilbúinn fyrir Tour Championship
Mót vikunnar á PGA Tour er lokamót keppnistímabilsins, Tour Championship, sem fram fer í East Lake í Atlanta, Georgia.
Sigur sérhverra hinna 5 sem efstir eru á FedExCup listanum: Jason Day, Jordan Spieth, Rickie Fowler, Henrik Stenson eða Bubba Watson tryggir þeim hinum sama $10 milljóna bónuspottinn, sem allir 30 lokakeppendurnir keppast um.
Eftir því sem neðar dregur á listanum verða líkurnar skiljanlegri minni, s.s. í tilviki Harris English, sem þarf á smá kraftaverki að halda til þess að taka bónuspottinn.
Sá sem á mestu möguleikana er Jason Day, en hann hefir sigrað í 5 mótum á PGA Tour 2015.
„Það stig sjálfstraust sem ég spila með nú er hærra en það hefir nokkru sinni verið. Það er súrrealístískt og ég er fleyti mér áfram á því,“ sagði Day í síðustu viku eftir sigur á BMW Championship á Conway Farms.
Andlega hliðin gæti ráðið úrslitum hjá Day í þessari viku. Hann viðurkenndi að hann hefði átt svefnlausar nætur þegar hann stóð frammi fyrir að verða besti kylfingur heims, þ.e. í efsta sæti á heimslistanum. Nú er sá hvati farinn en hvatinn hlýtur eftir sem áður að vera að klára.
En hverjir aðrir en Day eru líklegir til að sigra á Tour Championship?
Jordan Spieth hefir tvo sigra á risamótum í beltinu og hefir verið í efstu sætum fjölmargra móta –
En það er Rory McIlroy, sem virðist vera hæst skrifaður hjá mörgum; hann er í 11. sæti sem er á FedExCup listanum og hefir dottið úr efsta sæti heimslistans. Hvatinn fyrir hann að vinna mótið gæti ekki verið stærri. Það kemur öllum á óvart hversu fljótt hann hefir jafnað sig eftir ökklameiðslin; flestir voru búnir að afskrifa hann fyrir restina af árinu. Langa spilið hans er framúrskarandi; eina veika hlið hans eru púttin.
Rory varð T-2 fyrir ári síðan á Tour Championship, eitthvað sem e.t.v. enn situr í honum; aðeins sigurvegarinn Billy Horschel stóð sig betur en hann. Hann viðurkenndi líka í viðtölum eftir leikinn að hann væri mjög andlega þreyttur m.a. eftir öll lætin eftir skilnaðinn við Caroline Wozniacki, dómsmálin og hreinlega öll mótin sem hann keppti í ofanálag í. Það gagnstæða á við nú – hann er hvíldur og kominn með kærustu. Það veltur bara allt á púttunum hjá honum – en hann er svo sannarlega tilbúinn í slaginn fyrir Tour Championship.
Hann var T-4 í drævum og að hitta flöt á tilskyldum höggafjölda og hann vill eflaust ljúka keppnistímabilinu með stæl – áður en nýtt tímabil hefst í Kaliforníu vikum þar á eftir. Já, Rory er til slaginn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
