Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2021 | 18:00

PGA: Rory sigraði á Wells Fargo meistaramótinu

Rory McIlroy landaði sínum fyrsta sigri í 18 mánuði á Wells Fargo meistaramótinu.

Mótið fór fram dagana 6.-9. maí 2021 í Charlotte, Norður-Karólínu.

Sigurskor Rory var 10 undir pari, 274 högg (72 66 68 68).

Þetta er 28. sigur Rory sem atvinnumanns og sá 19. á PGA Tour.

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir varð Abraham Ancer frá Mexíkó.

Sjá má lokastöðu mótsins með því að SMELLA HÉR: