Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 05:45

PGA: Rory sigraði á Deutsche Bank

Fyrrverandi nr. 5 á heimslistanum Rory McIlroy sigraði á Deutsche Bank Championship og er við það kominn upp í 3. sæti heimslistans.

Þar kom að því að Rory sigraði í móti á árinu, en biðin eftir 1. sigrinum er búin að vera ansi löng í ár og gaman að 2016 er ekki sigurlaust hjá Rory – utan auðvitað sigursins á heimavelli á Írlandi, Irish Open, sem hann sjálfur var gestgjafi í, í maí s.l.

Rory lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum og lék sífellt betur eftir því sem leið á mótið og óhætt að segja að lokahringurinn glæsilegi upp á 65 högg hafi fleytt honum í 1. sætið. Á hringnum fékk Rory 7 fugla, 10 pör og 1 skolla.

Rory setti saman 4 hringi sem ekki allir voru undir 70 eða (71 67 66 65). Það dugði í þetta sinn!

Paul Casey varð í 2. sæti á samtals 13 undir pari (66 66 66 73) eftir herfilegan lokahring sem óhætt er að segja að hafi kostað hann sigurinn og Jimmy Walker varð í 3. sæti á samtals 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Deutsche Bank Championship með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahrings Deutsche Bank Championship með því að SMELLA HÉR: