Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 22:15

PGA: Rory og Rosey taka ekki þátt í TOC

Keppni hefst aftur á PGA Tour næsta fimmtudag á Hawaii, þegar keppt er í Hyundai Tournament of Champions (skammst. TOC).

Eina leiðin til þess að öðlast þátttökurétt í mótinu er að hafa unnið í einu móta PGA Tour árið áður.

Sá sem á titil að verja á TOC er Patrick Reed, sem nú er nr. 10 á heimslistanum, en hann snýr aftur á Plantation völlinn á Kapalua golfstaðnum.

Rory, Justin Rose (stundum nefndur Rosey), Jim Furyk og Shane Lowry, sem allir hafa þátttökurétt hafa tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í mótinu.

Rory sigraði á WGC-Cadillac Match Play og Wells Fargo Championship, meðan Justin Rose sigraði í New Orleans, Furyk vann á RBC Heritage og Írinn Lowry sigraði á WGC-Bridgestone Invitational, en það var stærsti sigur hans til dagsins í dag.