Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2012 | 01:00

PGA: Rory McIlroy sigraði á Deutsche Bank Championship – hápunktar og högg 4. dags

Það var Rory McIrloy sem stóð uppi sem sigurvegari á Deutsche Bank Championship. Hann lék hringina 4 á mótinu á samtals 20 undir pari, 264 höggum (67 67 65 65).

„Ég átti nokkur klúður í upphafi en augljóslega gerði ég nóg (til að sigra) og ég er mjög glaður að hafa sigrað“ sagði McIrloy eftir að ljóst var að hann hafði unnið Deutsche Bank mótið.

Í 2. sæti varð Louis Oosthuizen, aðeins 1 höggi á eftir Rory, samtals 19 undir pari, á 265 höggum (66 65 63 71).  Segja má að slakur lokahringur hafi gert út um sigurvonir hans í mótinu.

Í 3. sæti varð svo Tiger sem ekki náði að vinna upp 2 högga mun sem hann var í mestallt mótið á við þann, sem var í 1. sæti. Hann lauk keppni á 18 undir pari, 266 höggum (64 68 68 66)

Phil Mickelson og Dustin Johnson deildu síðan með sér 4. sætinu á 14 undir pari, samtals 270 höggum; Mickelson (68 68 68 66) og Johnson (67 68 65 70).

Sjá má úrslitin á Deutsche Bank Championship með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á 4. dag Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags á Deutsche Bank Championship, sem Phil Mickelson átti SMELLIÐ HÉR: