Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 02:00

PGA: Rod Pampling sigraði á Shriners

Það var ástralski kylfingurinn Rod Pampling sem stóð uppi sem sigurvegari á Shriners Hospitals for Children Open.

Þetta er fyrsti sigur Pampling í 10 ár eða frá árinu 2006.

Pampling spilaði á samtals 20 undir pari, 264 höggum (60 68 71 65).

Í 2. sæti á samtals 18 undir pari varð bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka (62 67 70 67). Í 3. sæti varð síðan Lucas Glover á samtals 17 undir pari.

Sjá má hápunkta frá lokahring á Shriners Hospitals for Children Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Shriners Hospitals for Children Open með því að SMELLA HÉR: