Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 05:00

PGA: Roberto Castro efstur e. 1. dag BMW

Það er bandaríski kylfingurinn Roberto Castro, sem leiðir eftir 1. dag BMW mótsins, sem er 3. mótið í FedEx Cup umspilinu.

Castro lék á 7 undir pari, 65 höggum – fékk 8 fugla og 1 skolla.

Ekki tókst að ljúka leik 1. daginn vegna myrkurs og verður lokið að spila 1. hring mótsins föstudaginn 9. september.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag BMW með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á BMW með því að SMELLA HÉR: