Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2012 | 07:15

PGA: Rickie Fowler með fyrsta sigur sinn á PGA í Quail Hollow – hápunktar og högg 4. dags

Það var Rickie Fowler, sem stóð uppi sem sigurvegari á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, seint í gærkvöldi.

Það voru 3 sem voru á sama skori eftir hefðbundnar 72 holur: Rickie, Rory McIlroy og DA Points.  Allir voru þessir kappar búnir að spila á -14 undir pari, samtals 274 höggum, hver: Rickie Fowler (66 72 67 69); Rory McIlroy (70 68 66 70) og DA Points (66 68 69 71).

Það þurfti því að koma til umspils milli þeirra og var 18. brautin spiluð aftur. Einungis þurfti 1 holu til að knýja úrslitin fram því Rickie fékk fugl á þessa par-4 holu meðan Rory McIlroy og DA Points féllu úr leik með par.  Þeir deildu því 2. sæti.

Í fjórða sæti varð heimamaðurinn Webb Simpson á -13 undir pari, 275 höggum (65 68 69 73).

Fimmta sætinu deildu 3 á samtals -11 undir pari, hver: Lee Westwood, Ben Curtis og Ryan Moore.

Til þess að sjá úrslitin á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow, smellið HÉR: