Rickie Fowler
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 21:00

PGA: Rickie Fowler kylfingur ágústmánaðar – Myndskeið

Rickie Fowler var valinn Avis kylfingur ágústmánaðar á PGA mótaröðinni.

Hann var langbestur allra kylfinga og þá sérstaklega þeirra sem ekki beinlínis sigruðu á móti – en þó Rickie hafi ekki sigrað var hann jafnbestur allan mánuðinn og meðal efstu 9 í mótum 3 sinnum, sem er afar glæsilegur árangur á sterkustu mótaröð heims, PGA Tour.

Meðal glæsiárangurs Fowler í ágúst 2014 var að verða T-3 í PGA Championship risamótinu.

Fowler er einn þeirra kylfinga sem spila í FedEx Cup umspilinu sem stendur og verður einnig í Ryder bikars liði Bandaíkjanna, sem spilar í Gleneagles seinna í mánuðnum.

Sjá má myndskeið af fréttinni um „Rickie Fowler kylfing ágústmánaðar“ með því að SMELLA HÉR: