Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2016 | 22:00

PGA: Reed sigraði á Barclays – Hápunktar 4. dags

Það var Patrick Reed, sem stóð uppi sem sigurvegari á The Barclays mótinu, sem er fyrsta mótið í FedEx Cup umspilinu.

Leikið var á Bethpage Black í New York.

Reed lék á samtals 9 undir pari, 275 höggum (66 68 71 70).

Reed þakkaði sigurinn m.a. mági sínum, Kessler Karain, sem er á pokanum hjá honum – Karain hvatti Reed áfram þegar allt virtist ganga á afturfótunum hjá honum, sagði m.a. á einum punkti að sér væri sama – bara að Reed héldi áfram að slá góð golfhögg, það sem eftir væri lokahringsins … og það gerði Reed svo sannarlega!

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Reed urðu Sean O´Hair og Emiliano Grillo á samtals 8 undir pari, 276 höggum, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á The Barclays SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á The Barclays SMELLIÐ HÉR: